Sixt langtímaleiga

Almennt
Allar upplýsingar á vef Sixt Langtímaleigu – www.sixtlangtimaleiga.is, þ.m.t. verð eru birtar með fyrirvara um villur. Sixt langtímaleiga – www.sixtlangtimaleiga.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, breyta verði eða afhendingartíma, sem og hætta sölu á vöru fyrirvaralaust.

SKILMÁLAR LEIGUSAMNINGS

Þessi samningur er á milli 1) leigutaka, 2) Bílaleigunnar Berg ehf. (Sixt rent a car) sem leigusala.

1. grein Almennt
Samningur þessi skal gefin út í 2 eintökum, einu fyrir leigutaka og öðru fyrir leigusala og skal hann undirritaður af báðum aðilum. Leigutaki samþykkir ákvæði leigusamningins og skilmála hans með undirritun sinna á leigusamning þennan og hefur fengið afrit af honum. Samningur þessi tekur gildi við undirskrift og gildir tímabundið samkvæmt binditíma sem er tilgreindur á framhlið þessa samnings. Leigutaki skuldbindur sig til þess að greiða leigu skv. 2. gr. allt leigutímabilið og er samningurinn óuppsegjanlegur út binditímann. Ef samningi er ekki sagt upp áður en binditíma lýkur hefur leigusali heimild til að framlengja hann ótímabundið með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðamót. Leigusali ábyrgist afhendingu ökutækis á umsömdum tíma og að það fullnægi kröfum sem gerðar eru um það. Leigutaki staðfestir með undirritun sinni á leigusamning þennan og ástandsskýrslu ökutækis að hafa tekið við ökutækinu og fylgihlutum í góðu ásigkomulagi og sættir sig við það að öllu leyti. Leigusamningur þessi skal ávallt vera í ökutækinu á meðan á leigutíma stendur. Leigusali áskilur sér rétt til að neita leigutaka um að taka bílinn á leigu áður en leigutaki veitir bifreiðinni móttöku jafnvel þó samningur hafi verið undirritaður.

2. grein Greiðslur
Leigutaki skal greiða leigugjald sem greint er í lið 6 á umsömdum gjalddögum, sbr. lið 4, sem nánar segir í þessari grein. Hver einstök leigugreiðsla er greiðsla fyrir notkun hins leigða á hverju leigutímabili og eru leigugreiðslur innheimtar fyrirfram, síðasta virka dag hvers mánaðar. Umsamið leiguverð er innheimt með boðgreiðslusamningi. Fyrirtæki geta sótt um reikningsviðskipti. Innifalið í leigugjaldi er afnot af ökutækinu og umsaminn akstur, tryggingar, bifreiðagjöld, dekk og dekkjaskipti (sumardekk/vetrardekk/heilsársdekk), hefðbundið viðhald sem myndast við eðlilega notkun (bremsur, perur, þurrkur o.s.frv.), smurþjónusta og reglubundnar þjónustuskoðanir. Þjónusta vegna dekkjaviðgerða og umfelgana ef dekk springur er ekki innifalin í leiguverðinu sem og viðgerðir vegna bilunar sem orsakast af óeðlilegu sliti eða slæmri meðferð ökutækis. Einnig ber leigutaka að greiða allar sektir sem á bifreiðina kunna að verða lagðar svo sem stöðumæla-, lögreglusektir og fleira. Leigusala er heimilt að gjaldfæra á greiðslukorti leigutaka leigugjald og annað sem leigutaka ber að greiða samkvæmt leigusamningi þessum, svo sem greiðslur vegna tjóns sem verður á ökutæki á meðan það er í vörslum leigutaka, og skal leigusali einn hafa ákvörðunarvald um hvenær það skuli gert, og hvort það sé gert í einu lagi eða ekki. Réttur þessi stendur óhaggaður í 6 mánuði eftir að ökutæki hefur verið skilað til leigusala. Ef breytingar verða á greiðslukortaupplýsingum greiðslukorts sem lagt er til tryggingar á greiðslum er leigutaka skylt að gefa upp nýju upplýsingarnar. Geti leigusali ekki skuldfært leigugjald af greiðslukorti viðskiptavinar líkt og samningur gefur heimild til, skal leigusali útbúa kröfu í heimabanka á kennitölu leigutaka vegna þessa. Leigusala er heimilt að innheimta þjónustugjald fyrir stofnun kröfu í heimabanka, að upphæð 2.500 kr. fyrir hverja stofnaða kröfu. Sérleigugjald samningsins er tilgreint að hluta til eða að öllu leyti í íslenskum krónum í lið 6. Leiguverð og sjálfsáhætta vegna tjóna tekur breytingum skv. vísitölu neysluverðs á hverjum tíma ef um er að ræða 12 mánaða leigu eða lengur. Samningsverð er vísitölutengt við neysluvísitölu og reiknað mánaðarlega. Grunnvísitala neysluverðs er gildandi vísitala tveim mánuðum áður en leiga hefst. 

3. grein Vanskil
Inni leigutaki ekki greiðslur af hendi á umsömdum gjalddögum í samræmi við ákvæði samnings þessa skal hann greiða leigusala dráttarvexti af hinni vangoldnu fjárhæð ásamt kostnaði sem af vanskilum hlýst samkvæmt gjaldskrá leigusala, auk annars kosnaðar sem af getur hlotist svo sem lögfræði- eða málskostnaðDráttarvextir af gjaldfallinni fjárhæð og kostnaði eru ákvarðaðir samkvæmt ákvæðum III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu með síðari breytingum. Dráttarvextir miðast við ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um grunn dráttarvaxta og vanefndaálag. Vaxtavextir reiknast á 12 mánaða fresti. Ef samningur er ekki í skilum falla niður ákvæði um tryggingar og viðbótartryggingar og leigutaki er að fullu ábyrgur fyrir hvers kyns tjóni sem hið leigða hefur orðið fyrir.

4. grein Vanefndir leigusala
Sé hið leigða ekki afhent á réttum tíma eða reynist það gallað hvílir sú skylda á leigutaka að láta leigusala vita um það þegar í stað, með tryggilegum hætti, svo að unnt sé að skýra leigusala frá afhendingardrætti eða göllum á hinu leigða. Leiði vanefndir af hálfu leigusala til þess að rifta megi kaupunum skal leigutaki taka ákvörðun um riftun og tilkynna leigusala hana. Sé kaupunum rift skal fara fram uppgjör á milli leigusala og leigutaka samkvæmt ákvæðum 14. greinar samnings þessa. 

5. grein Afnot og fleira
Á meðan samningur þessi er í gildi má leigutaki ekki framselja eða framleigja hið leigða þriðja aðila, veita óviðkomandi aðilum afnot af því né afhenda það með öðrum hætti nema með skriflegu samþykki leigusala. Leigusali eða þeir sem hann tilnefnir skulu jafnan eiga óskoraðan aðgang að starfsstöð leigutaka, heimili, eða starfssvæði til að skoða hið leigða. Leigutaki má ekki breyta hinu leigða nema með samþykki leigusala. Leigutaki getur hvorki veðsett hið leigða, boðið fram sem trygginguné leyft aðför að því. Bili ökutækið vegna eðlilegs slits eða af öðrum ástæðum sem ekki eru leigutaka um að kenna, skal leigusali afhenda leigutaka annað ökutæki svo fljótt sem auðið er eða sjá til þess að viðgerð fari fram svo fljótt sem auðið er, á þeim stað sem leigusali ákveður. Það hefur þó ekki áhrif á greiðslu leigugjalds eða annars sem leigutaka ber að greiða samkvæmt leigusamningi þessum. Leigusali greiðir engar bætur í þeim tilvikum sem að framan greinir, hvorki vegna gistingar, né annars. 

6. grein Meðferð hins leigða
Ef um er að ræða einstaklingsleigu mega einungis fjölskyldumeðlimir leigutaka, sem hafa sama heimilisfesti, aka ökutækinu. Ef um leigu rekstraraðila og fyrirtækja er að ræða hafa aðeins starfsmenn tiltekinnar starfsemi leyfi til þess að aka ökutækinu. Notkun á hinu leigða skal vera eðlileg í alla staði, miðað við gerð og útbúnað þess. Leigutaka er óheimilt að nota hið leigða til dráttar nema það sé ætlað og sérstaklega útbúið fyrir slíka notkun. Leigutaka er ennfremur óheimilt að aka hinu leigða utan vega eða flytja það erlendis. Leigutaka ber að sýna nauðsynlega aðgæslu við meðferð hins leigða og fylgja þeim leiðbeiningum framleiðanda og leigusala, sem kunna að verða gefnar um notkun þess. Honum ber að halda hinu leigða vel við og láta gera við allar skemmdir og bilanir jafnóðum og þær verða. Reykingar í ökutækinu eru óheimilar og er leigusala heimilt að sekta leigutaka skv. verðskrá leigusala ef reykt er í ökutækinu. Einnig getur leigusali rukkað leigutaka um þrifagjald vegna slæmrar umgengni og vegna ólyktar í ökutækinu. Leigutaka ber að fylgja öllum fyrirmælum stjómvalda og öðrum þeim reglum sem gilda um hið leigða eða notkun þess á hverjum tíma. Leigutaki ber ábyrgð á að tækið sé einungis notað innan þeirra marka sem tryggingafélögin setja um notkun tækisins og af þeim sem eru tryggðir við notkun þess. Tækið má t.d. ekki endurleigja eða nota til kennslu eða í keppni.

6-a. grein Þjónusta við hið leigða
Hinu leigða fylgir sérstök þjónustubók og skuldbindur leigutaki sig með samningi þessum til að fylgja leiðbeiningum þjónustubókar um meðferð og viðhald á tækinu. Vanræki leigutaki að fylgja reglum þjónustubókar um meðferð á leigumun og mæta í þjónustuskoðanir, eru þær bilanir sem af því hljótast á ábyrgð leigutaka. Leigusali eða þeir aðilar sem hann tilnefnir á hverjum tíma munu annast þjónustu á hinu leigðu tæki út leigutímann sbr. lið 5. Leigutaka er með öllu óheimilt að leita viðgerðar, viðhalds- eða varahlutaþjónustu hjá öðrum en leigusala eða hjá þeim aðilum sem leigusali tilnefnir. Varðandi bifreiðaskoðanir er leigutaka skylt að fara með leigt tæki í slíkar skoðanir svo ekki komi til vanrækslugjalda, sem skulu skuldfærð á leigutaka. 

7. grein Tjón á hinu leigða
Leigutaki skal þegar í stað tilkynna leigusala um tjón sem verður á ökutækinu. Sé unnt að gera við hið leigða að mati leigusala skal leigutaki þegar í stað láta gera það. Leigusali ábyrgist ekki að leigutaki fái nýjan leigumun sé leigutaki ábyrgur fyrir tjóni og er það háð skilyrðum leigusala. Þurfi leigusali að sækja eða láta sækja ökutækið vegna áreksturs eða annars tjónsatviks ber leigutaki allan kostnað vegna þessa skv. verðskrá leigusala hverju sinni. Hafi árekstur, slys eða annað tjónsatvik orðið skal leigutaki tafarlaust tilkynna um atburðinn til viðkomandi lögregluyfirvalda og/eða árekstrarþjónustu svo og til leigusala og má eigi yfirgefa staðinn, fyrr en lögregla og/eða árekstrarþjónusta hefur mætt á staðinn. Leigutaki skal fylla tafarlaust út tjónaskýrslur ef um tjón er að ræða. Verði leigutaki ekki við þeirri kröfu má líta svo á að umrætt tjón hafi orðið á þann hátt að það falli utan við skilmála kaskótryggingar og ber leigutaki þá fulla fjárhagslega ábyrgð á því. Leigusali ábyrgist ekki að leigutaki fái nýjan bíl sé leigutaki ábyrgur fyrir tjóni og er það háð skilyrðum leigusala. 

8. grein Vátryggingar og skaðabótaábyrgð
Innifalið í leigugjaldi eru lögboðnar ökutækjatryggingar, þ.e. ábyrgðartrygging og slysatrygging ökumanns og eiganda sem farþega. Innifalið í leigugjaldi er kaskótrygging og bílrúðutrygging. Skilgreindar vátryggingar í samningi þessum eru frá Sjóvá-Almennar tryggingar (Sjóvá), kt. 650909-1270, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, IS. Með undirritun samþykkir leigutaki að vátryggingarfélaginu sé tilkynnt um leigusamning þennan og aðila hans. Leigusali er dreifingaraðili (sem aukaafurð) vátrygginga frá Sjóvá. Vátryggingagjöld innifela umsýslugjald og þóknun Bílaleigunnar Berg ehf. Um vátryggingar í samningi þessum gilda skilmálar Sjóvá nr. 500 og 502, þar á meðal um endurkröfurétt.. Skilmálar eru aðgengilegir á heimasíðu Sjóvá, www.sjova.is. Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila nemur þeirri upphæð sem íslensk lög kveða á um hverju sinni. Að því marki sem tjón á ökutæki fæst ekki bætt úr kaskótryggingu ökutækisins eða úr hendi þriðja manns, þ.m.t. ábyrgðartryggingu, ber leigutaki fulla ábyrgð á hverju tjóni sem verður á ökutækinu og getur ábyrgð hans numið allt að fullu verðgildi ökutækisins. Skal leigutaki greiða að fullu allan kostnað vegna tjóns eða skemmda á ökutækinu sem hann ber ábyrgð á skv. verðskrá eða verðmati frá leigusala. Kaskótrygging sem innifalin er í leiguverði bætir tjón á ökutækinu eins og nánar er kveðið á um í gildandi vátryggingarskilmálum hverju sinni. Leigutaki greiðir eigin áhættu í hverju tjóni sem er nánar tilgreind á framhlið samnings þessa Ágreining varðandi vátryggingasamninga (ökutækjatryggingu og kaskótryggingu ökutækis) og bótaskyldu Sjóvá má skjóta til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, sjá nánar á heimasíðu Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, www.fme.is.

9. grein Breyttar aðstæður
Á meðan samningur þessi er í gildi, skal leigutaki láta leigusala vita án tafar ef eitthvað hefur gerst sem kemur eða kann að koma í veg fyrir að hann geti fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt samningnum og skal þá skila hinu leigða. Skal þá fara með uppgjör samkvæmt 1. 2. og 3. tölulið 11. greinar samnings þessa. Leigutaki skal tilkynna leigusala um aðsetursskipti um leið og þau verða. 

10. grein Riftun
Leigusala er heimilt að rifta samningi þessum án fyrirvara séu eftirgreindar ástæður fyrir hendi: 1. Leigutaki innir ekki af hendi greiðslur samkvæmt samningnum á umsömdum gjalddögum eða vanefnir ákvæði samningsins að öðru leyti. 2. Leigusali hefur orðið að greiða gjöld eða sektir sem skráður umráðamaður er ábyrgur fyrir. 3. Leigutaki flytur bifreiðina úr landi án skriflegs samþykkis leigusala. 4. Leigutaki lendir á vanskilaskrá, bú leigutaka er tekið til gjaldþrotaskipta, gert er árangurslaust fjárnám hjá honum, hann óskar eftir greiðslustöðvun eða hann leitar eftir gerð nauðasamnings við skuldheimtumenn sína eða eftirgjöf skulda að öðru leyti. 5. Fjárhagsstaða leigutaka (eða sé leigutaki félag með ótakmarkaðri ábyrgð, þá fjárhagsstaða félagsins eða fjárhagsstaða einhvers af eigendum þess) versnar til muna. 6.
Einhverjar þær breytingar eru gerðar á rekstri eða skipulagi hjá leigutaka er komið geta í veg fyrir að hann geti efnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi þessum. 7.Leigusali þarf að innkalla bíl sökum aldurs, aksturs eða tíðra bilana. 8. Leigusala er bannað eða gert illmögulegt af hálfu hins opinbera að standa við samning þennan, eða á leigusala leggjast verulegar kvaðir af hálfu
sömu aðila vegna samnings þessa. Notkun hins leigða fer 50% fram yfir umsaminn hámarksakstur sbr lið 4, ill meðferð eða vanræksla leigutaka á að sinna
reglubundnu viðhaldi á hinu leigða samkvæmt grein 6–6a. 9. Ef leigutaki veitir ekki leigusala eða þeim er hann tilgreinir aðgang að leigumun sé þess óskað. 10. Ef leigutaki eða einhver annar brýtur gegn fyrirmælum stjómvalda og öðrum þeim reglum sem gilda um hið leigða eða notkun þess á hverjum tíma. 11. Verði þrjú bótaskyld tjón úr kaskótryggingu á bifreiðinni á leigutímabili hefur leigusali heimild til riftunar leigusamnings án uppsagnarfrests. Um heimild leigutaka til að rifta samningi þessum gilda auk framangreinds almennar reglur íslensks réttar um riftun vegna vanefnda. Sé samningnum rift er leigusala heimilt að taka bifreiðina í sína vörslu án frekari fyrirvara og samþykkir leigutaki með undirritun sinni á samning þennan að leigutaka sé það heimilt.

11. grein Uppgjör
Sé samningi þessum rift af hálfu leigusala á grundvelli 10. greinar samningsins eða sé honum með öðrum hætti slitið á samningstímanum með vilja leigusala ber leigutaka að standa skil á eftirfarandi greiðslum: 1) Greiðslum samkvæmt 2. grein samnings þessa, sem fallnar eru í gjalddaga, ásamt dráttarvöxtum. 2) Óski leigutaki eftir að skila inn ökutæki áður en samningstími er liðinn, er leigusala heimilt að krefja leigutaka um sem nemur 2ja mánaða leigu. Við skil á ökutæki áður en leigusamningur er liðinn skal fara framuppgjör á leigu í hlutfalli við leigutíma. 3) Kostnaði samkvæmt 10. grein samnings þessa, að viðbættum öllum útgjöldum sem leigusali hefur orðið fyrir vegna samnings þessa samkvæmt öðrum ákvæðum samningsins, s.s. kostnaði vegna innheimtuaðgerða, sektagreiðslna og fleira. 4) Dráttarvöxtum af greiðslum samkvæmt tölulið 2-3 hér að framan. 

12. grein Leyndir gallar
Ef skaðabætur eða viðgerðarkostnaður falla á leigusala vegna leyndra galla eða vanhirðu, sem leigutaki vissi eða mátti vita um en sagði ekki frá við skil á bifreiðinni, á leigusali endurkröfurétt á hendur honum ásamt öllum kostnaði sem af hlýst, þar með talinn lögfræði- og málskostnaði. Sama gildir ef kröfur sem greiðast eiga af leigutaka samkvæmt samningnum koma fram eftir að honum lýkur eða uppgjör hefur farið fram. 

13. grein Lok samningstíma
Við lok samningstíma skal leigutaki tafarlaust og án alls kostnaðar fyrir leigusala skila hinum leigða búnaði til leigusala á þann stað sem leigusali tiltekur. Skili leigutaki ökutækinu eftir að samningstími rennur út er leigusala heimilt að innheimta daggjöld skv. verðskrá. 

14. grein Skil leigumunar
Leigusamningur þessi er tímabundinn og óuppsegjanlegur, leigutaki getur ekki skilað leigumun fyrr en í lok leigutíma skv. 4. lið. Óski leigutaki eftir að skila inn ökutæki áður en samningstími er liðinn, og samþykki leigusali slíkt, er leigusala heimilt að gjaldfæra sem nemur 2 mánaða leigu til viðbótar við skiladag. Standi leigutaki hins vegar ekki við leigugreiðslur eða riftunarákvæði 10. gr. verða virk að öðru leyti, getur leigusali krafist þess að leigutaki skili leigumun til sín eða þess aðila sem hann tilgreinir.Leigumun skal skilað óskemmdum og í eðlilegu ástandi miðað við eðlilega notkun sbr. 6 gr. samnings þessa og ákvæði þjónustubókar sbr. gr. 6-a. Skal innrétting vera að öllu leyti án skemmda umfram eðlilega notkun, t.d. ekki brunagöt eða rifin sæti. Leigumun skal skilað með öllum lyklum og aukabúnaði sem tilgreindur er á samningi. Einnig skulu fylgja leigumun skráningarskírteini, þjónustubækur, smurbækur og bækur frá framleiðanda leigumunar. Leigutaki samþykkir að greiða samkvæmt verðskrá leigusala það sem vantar uppá við skil. Leigumun skal skilað með hæfilegum fyrirvara til leigusala eða hvers þess annars sem leigusali tilnefnir. Leigutaki samþykkir að greiða leigusala samkvæmt kröfu öll útgjöld, sem leigusali verður fyrir, ef hann þarf að koma ökutækinu til baka til aðseturs leigusala hafi það verið skilið eftir eftirlitslaust, án tillits til ástands ökutækisins, vega eða veðurs. Leigutaki skal greiða fyrir eldsneyti og annað sem þarf til aksturs ökutækisins ásamt skemmdum sem verða á ökutækinu, á meðan ökutækið er á hans ábyrgð. Skila skal ökutæki með fullum eldsneytisgeymi af eldsneyti. Ef ökutæki er ekki skilað með fullum eldsneytisgeymi af eldsneyti er leigusala heimilt að gjaldfæra á greiðslukort leigutaka fyrir það eldsneyti sem vantar til að geymir sé fullur skv. verðskrá leigusala. Fyrir akstur umfram hámarks heimild greiðist sérstakt gjald fyrir hvem kílómetra, sem greint er frá í lið 4. 

15. grein Breytingar
Breytingar á samningi þessum má einungis gera með skriflegum viðauka, undirrituðum af samningsaðilum.

16. grein Varnarþing
Öllum ágreiningi, sem rísa kann af samningi þessum eða í sambandi við hann, má ráða til lykta eftir íslenskum lögum á heimilisvarnarþingi leigusala eða fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

17. grein Framsal
Leigutaka er óheimilt að framselja rétt sinn samkvæmt samningi þessum nema með samþykki leigusala. Leigusali áskilur sér rétt til þess að framselja rétt sinn samkvæmt samningnum annaðhvort að öllu leyti eða að hluta. Slíkt framsal skal þó ekki að neinu leyti skerða réttindi leigutaka samkvæmt samningum. Með undirskrift sinni heimila leigutaki og ábyrgðamenn leigusala að spyrjast fyrir um bankaviðskipti hans /þeirra og leita upplýsinga um hann / þá í skuldastöðu Lánstrausts hf. við umsókn og á gildistíma samnings. Með undirskrift sinni á yfirlýsingu þessari heimilar leigutaki og ábyrgðarmenn, Bílaleigunni Berg ehf, kt. 711292-2849, að tilkynna vanskil sem varað hafa lengur en 40 daga til Creditinfo Lánstrausts hf til skráningar á skrá Creditinfo Lánstrausts hf yfir vanskil og fl. Jafnframt að leigusali megi kanna vanskilaskrá leigutaka og ábyrgðarmanna ef talin er þörf á slíku. 

Breytingar á samningi þessum má einungis gera með skriflegum viðauka, undirrituðum af samningsaðilum. 

Scroll to Top