Um okkur

LANGTÍMALEIGA SIXT

Sixt er alþjóðlegt fyrirtæki og stofnað árið 1912 í Þýskalandi af Martin Sixt, sem hóf
sögu Sixt með þremur bílum.

Á fyrstu árum fyrirtækisins var floti þess reglulega gerður upptækur af Þýska hernum en
náði sér ávallt á strik aftur eftir stríð.

Það má segja að þrautseigja, þróun og fjölskylda séu helstu gildi Sixt í dag, en félagið er enn í eigu Sixt fjölskyldunnar sem reka bílaleigur í yfir 100 löndum út um allan heim.

Á Íslandi er Bílaleigan Berg leyfishafi fyrir Sixt vörumerkið og hefur verið síðan 1.Apríl 2009.

Við leggjum mikla áherslu á að veita framúraskarandi þjónustu og skilgreinum okkur fyrst og fremst sem þjónustufyrirtæki sem selur bílaleigu lausnir.

Sixt býður upp á fyrirtækjalausnir, skammtímaleigu, langtímaleigu og aðstoðar Íslendinga einnig við að bóka bíla út um allan heim. Markmið okkar er að vera sveigjanleg og finna réttu leiðina fyrir alla.

Hjá Sixt starfar frábær hópur fólks sem á það sameiginlegt að vera umhugað um vörumerkið, ímynd þess og að skapa jákvæða upplifun hjá viðskiptavinum.

Sixt rent a car
Krókhálsi 9
110 Reykjavík

540-2222

Um okkur

AFHVERJU LANGTÍMALEIGA?

Rekstur á eigin bifreið vegur þungt í heimilisbókhaldinu. Þá er langtímaleiga hagkvæmur kostur og getur verið mun hagstæðari en rekstur eigin bifreiðar. Þú greiðir enga útborgun – aðeins fast mánaðargjald.

Í langtímaleigu keyrir þú um á nýlegum bíl og þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af viðhaldi, óvæntum útgjöldum eða endursöluáhættu. Ef bíllinn bilar færðu bíl hjá okkur á meðan við gerum við langtímaleigubílinn þinn – svo einfalt er það.

Reiknaðu dæmið til enda!

  • Afborganir af lánum – 0 kr.
  • Útborgun við kaup – 0 kr.
  • Afskrift bíls á ári (15%) – 0 kr.
  • Þjónustuskoðanir og smurþjónusta – 0 kr.
  • Dekk – 0 kr.
  • Almennt viðhald – 0 kr.
  • Bifreiðagjöld – innifalin.
  • Ábyrgðartrygging – innifalin.
  • Kaskótrygging – innifalin.

Við bjóðum viðskiptavinum okkar einnig upp á að skipta í stærri bíl í styttri tíma gegn vægu gjaldi – sem getur komið sér vel fyrir ferðalagið.

Sveigjanlegt og sérsniðið að þínum þörfum.

 

Um okkur

UM VETRAR- OG LANGTÍMALEIGU

Vetrarleiga er 9 mánaða leiga sem miðar að því að leigutaki skili bílnum fyrir 1. júní, eftir að leigusamningur er undirritaður.

Vetrarleigan miðast við tímabilið frá 1. september – 1.júní. Hentar vel fyrir þá sem vantar aukabíl á heimilið. Vetrarleigan er einnig frábær kostur fyrir þá sem kjósa heilsusamlegri lífstíl yfir sumartímann.

Í langtímaleigu er hægt að leigja bíl allt frá 3 mánuðum til 36 mánaða leigutíma.

Ef bíllinn þarfnast einhvers konar viðhalds á tímabilinu er þér útvegaður bíll á meðan og við sjáum um rest!

Innifalið í verði:

  • Frá 1000 km akstur pr. mánuð
  • Smur- og þjónustuskoðanir
  • Allt sem getur talist hefðbundið viðhald
  • Dekk og dekkjaskipti
  • Bifreiðagjöld
  • Kaskótrygging
  • Sjálfsábyrgð vegna tjóns er 250.000 kr (hægt að lækka hana með betri tryggingum).
 
Scroll to Top